Sumarfréttir!
Share
Áfylling frá Alessandro Viola
Eftir frábærar mótttökur höfum við beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að geta fært íslendingum meira af vínunum hans Alessandro Viola. Vínin hans eru í mikilli eftirspurn í náttúruvíns heiminum og ákaflega ánægjulegt að við höfum tryggt okkar áfyllingu frá honum fyrir sumarið.
Alessandro er mest þekktur fyrir hvítvínin sín og þá sérstaklega notkun hans á Catarratto. Víngerð hans er 500 metra yfir sjávarmáli og sleppur því þá miklu hita sem einkenna strendur Sikileyjar. Þegar hann keypti eigið land hafði hann það að leiðarljósi að leita vínekra sem var með sem elstan vínvið og gæti þar með sýnt fólki hversu frábær þrúga Catarratto er.
Það hefur gengið hratt á þessa áfyllingu og er strax ein tegund uppseld. Mælum því með að tryggja sér flöskur af því sem eftir er í góðum tíma fyrir næsta sólardag.
Þrúgurnar koma frá Santa Ninfa og Pietrarenosa í 250 metra hæð. Að mati Alessandro er Grillo öflug þrúga sem aðlagast auðveldlega þurrki og skilar jafnan bæði góðum gæðum og góðri uppskeru. Vínviðurinn er 15 ára gamall og þrúgurnar eru tíndar snemma í september. Þetta er vinsælasta vín víngerðarinnar: ávaxtaríkt með ljúfum tónum af peruhýði og sítrus. Einstaklega auðdrekkanlegt vín og uppáhalds vín bóndans.
Verð 3990 kr.
Frísklegt og létt rósavín, unnið úr Nero D'avola-þrúgum frá Santa Ninfa og smá skammti af Nerello Mascalese frá Alcamo. Þrúgurnar er tíndar snemma hausts, pressaðar beint og vín unnið alfarið á ryðfríu stáli til að halda karakter. Fullkomið sem vor- og sumarvín.
Verð 3990 kr.
Blanc de Blancs freyðivín Alessandro Viola er gott dæmi um hvernig hann sameinar hefðbundnar aðferðir og náttúrulega víngerðarstefnu. Vínið er gert úr 100% Catarratto-þrúgum og unnið með Methode Traditional (kölluð Metodo Classico á Ítalíu), sömu aðferð og notuð er við framleiðslu á kampavíni. Vínið gengur í gegnum aðra gerjun inni í flöskunni, sem gefur því sínar fínu loftbólur og flóknu byggingu.
Við höfum beðið lengi eftir að nýr árgangur yrði fáanlegur af þessu frábæra víni en eftir 2 ár og endalausan snúning á flöskum er "disgorge" loksins lokið og vínið tilbúið. Takmarkað upplag af þessum magnaða víni.
Verð 5990 kr.
Kaup: pinot@pinot.is eða haukur@pinot.is

Sending frá Búrgund í Frakklandi væntanleg (forsala)!
Fyrr í vor tókum við inn vín í fyrsta skipti frá Domaine De La Cadette en fyrir þá sem ekki vita að þá er vínbóndinn Valentin Montanet með litla víngerð í Saint-Père og nærliggjandi svæðum sem kenna sig við þorðið Vézelay. Vézelay AOC er yngsta Appellation d'Origine Contrôlée (AOC) í Bourgogne (Búrgúnd). Hún fékk fulla AOC-viðurkenningu árið 2017, eftir að hafa áður verið Vin Délimité de Qualité Supérieure (VDQS) og síðan Bourgogne Vézelay frá 1997.
Foreldrar hans byrjaðu lífræna víngerð á svæðinu skömmu fyrir síðustu aldamót og hefur Valentin tekið við víngerðinni í dag. Vínrækt í Vézelay á sér áhugaverða sögu, en hún varð nánast útdauð eftir vínlúsafaraldurinn á 19. öld.
Á síðustu áratugum hefur hún hins vegar risið upp á ný með metnaðarfullum víngerðarmönnum sem leggja áherslu á náttúrulegar aðferðir og sjálfbærni eins og Valentin Montanet. Landfræðilega er Vézelay nær Loire-dalnum en helstu vínsvæðum Bourgogne, sem gefur því aðeins öðruvísi karakter. Jarðvegurinn er að mestu kalksteinn, svipað og í Chablis, sem gefur vínunum steinefnakenndan og hressandi karakter. Á svæðinu ríkir svalt meginlandsloftslag sem gefur vínunum ferskleika og góða sýru.
Vínin frá Montanet fjölskyldunni eru ákaflega eftirsótt og tróna meðal annars á “recommended” lista Isabelle Legneron (RAW WINE) yfir vín frá Búrgúnd.
Við munum bjóða upp á vinsælustu vín síðustu sendingar og nokkur ný einnig. Ber þá hæst að nefna La Cadette Bourgogne Rouge Cuvée Champs Cadet 2023 sem seldist hratt upp síðast og eftirsótt ný vín eins og La Cadette Vézelay Cuvée La Châtelaine 2023.
Okkur áskotnaðist einnig takmarkað magn af samvinnuverkefni Montanet fjölskyldunnar með Tom Thoden en árið 2000 stofnaði Catherine Montanet þessa víngerð með Tom Thoden til þess leggja áherslu á gæði vína sem væru framleitt í Vezelay þorpinu.
Verðlisti og meira um Domaine De La Cadete, Montanet-Thoden og Seour Cadette hér.
Hægt er að forpanta vínin frá Cadette í gegnum haukur@pinot.is eða pinot@pinot.is. Reikningur við afhendingu 1. júlí.

Vínin okkar hjá Allsber og ÁTVR
Við viljum einnig vekja athygli á að flest okkar vín fást á Allsber.is sem er heimili náttúruvína á Íslandi. Hægt er að sækja á staðinn eða fá sent með Dropp.
Einnig eru vínin frá Cantina Marilina að detta í verslanir ÁTVR. Þegar þessi vegferð hjá okkur hófst að þá vildum við leggja ríka áherslu á konur í víngerð og því er okkur svo sannarlega sönn ánægja að geta boðið upp á þessi vín frá systrunum í Catnina Marilina. Föður þeirra, Angelo dreymir svo um að ljúka ævinni hér á landi og er fjölskyldan í Noto hæstánægð með að vínin þeirra fáist hér á landi.
Þau vín sem verða fáanleg þar eru:

Vínstúkan
Að lokum viljum við benda að við erum ákaflega góðu samstarfi við Vínstúkuna á Laugavegi en flest okkar vín fást þar sem og bestu náttúruvín landsins.

