Collection: Domaine De La Cadette

Vínbóndinn Valentin Montanet er með litla víngerð í Saint-Père og nærliggjandi svæðum sem kenna sig við þorðið Vézelay. Vézelay AOC er yngsta Appellation d'Origine Contrôlée (AOC) í Bourgogne (Búrgúnd). Hún fékk fulla AOC-viðurkenningu árið 2017, eftir að hafa áður verið Vin Délimité de Qualité Supérieure (VDQS) og síðan Bourgogne Vézelay frá 1997.

Foreldrar hans byrjaðu lífræna víngerð á svæðinu skömmu fyrir síðustu aldamót og hefur Valentin tekið við víngerðinni í dag. Vínrækt í Vézelay á sér áhugaverða sögu, en hún varð nánast útdauð eftir vínlúsafaraldurinn á 19. öld. Á síðustu áratugum hefur hún hins vegar risið upp á ný með metnaðarfullum víngerðarmönnum sem leggja áherslu á náttúrulegar aðferðir og sjálfbærni eins og Valentin Montanet. Landfræðilega er Vézelay nær Loire-dalnum en helstu vínsvæðum Bourgogne, sem gefur því aðeins öðruvísi karakter. Jarðvegurinn er að mestu kalksteinn, svipað og í Chablis, sem gefur vínunum steinefnakenndan og hressandi karakter. Á svæðinu ríkir svalt meginlandsloftslag sem gefur vínunum ferskleika og góða sýru. 

Það má með sanni segja að Vézelay sé falinn fjársjóður á svæði þar sem stóru systkinin Chablis og Côte de Beaune ráða ríkjum. Hvítvínin eru engu að síður stórbrotin og elegant og Pinot Noir svæðisins ótrúlega fínleg vín.