Collection: Cantina Marilina
Þessi merkilega náttúrulega víngerð er í eigu Paterno systrana Marilinu og Federicu. Faðir þeirra hóf lífræna víngerð árið 2001 í Noto en nú hafa þær systur tekið yfir fjölskyldufyrirtækið ásamt víngerðarkonunni Assiu Giolli.
Noto dalurinn er baðaður í sólskini stóran part ársins og er með sólríkustu stöðum Sikileyjar. Vindar af hafi kæla hann og gera hann áhugaverðan stað fyrir vínrækt. Þrátt fyrir mikið sólskin er dalurinn kaldari en sveitirnar í kring.

Líkt og faðir þeirra systra að þá leyfa þær vínviðnum að tala. Engin afskipti eru höfð af vínviðnum og er frjálsri náttúru leyft að vaxa meðal vínviðsins. Þetta er gert svo að þrúgurnar tali sínu máli en mikil áhersla er á Sikileysku þrúgurnar Nero d´Avola og Grecanico. Einnig plantaði Angelo á sínum tíma frönsku þrúgunum Viogner og Chardonnay sem fara í vínið "Currivu" sem Angelo segir að lýsi eigin þrjósku.
Systurnar Marilina og Federica leggja ríka áherslu á að vínin þeirra eru lifandi og afsprengi umhverfisins. Öll vínin þeirra eru vottuð lífræn og eru þær hluti af Raw Wine World.

-
Cantina Marilina Lífrænt Rauðvínsedik
Regular price 2.590 ISKRegular priceUnit price / perSale price 2.590 ISK -
Cantina Marilina Currivu Rosso 2023
Regular price 2.890 ISKRegular priceUnit price / perSale price 2.890 ISK -
Cantina Marilina Currivu Bianco 2023
Regular price 2.890 ISKRegular priceUnit price / perSale price 2.890 ISK -
Cantina Marilina Cecile 2018
Regular price 7.399 ISKRegular priceUnit price / perSale price 7.399 ISK