Domaine De La Cadette

Domaine De La Cadette

Nú stöndum við í Pinot undir nafni því fyrsta palleta okkar frá Búrgúnd í Frakklandi er mætt í hús. 

Vínbóndinn Valentin Montanet er með litla víngerð í Saint-Père og nærliggjandi svæðum sem kenna sig við þorðið Vézelay. Vézelay AOC er yngsta Appellation d'Origine Contrôlée (AOC) í Bourgogne (Búrgúnd). Hún fékk fulla AOC-viðurkenningu árið 2017, eftir að hafa áður verið Vin Délimité de Qualité Supérieure (VDQS) og síðan Bourgogne Vézelay frá 1997.

Foreldrar hans byrjaðu lífræna víngerð á svæðinu skömmu fyrir síðustu aldamót og hefur Valentin tekið við víngerðinni í dag. Vínrækt í Vézelay á sér áhugaverða sögu, en hún varð nánast útdauð eftir vínlúsafaraldurinn á 19. öld. Á síðustu áratugum hefur hún hins vegar risið upp á ný með metnaðarfullum víngerðarmönnum sem leggja áherslu á náttúrulegar aðferðir og sjálfbærni eins og Valentin Montanet. Landfræðilega er Vézelay nær Loire-dalnum en helstu vínsvæðum Bourgogne, sem gefur því aðeins öðruvísi karakter. Jarðvegurinn er að mestu kalksteinn, svipað og í Chablis, sem gefur vínunum steinefnakenndan og hressandi karakter. Á svæðinu ríkir svalt meginlandsloftslag sem gefur vínunum ferskleika og góða sýru. 

Það má með sanni segja að Vézelay sé falinn fjársjóður á svæði þar sem stóru systkinin Chablis og Côte de Beaune ráða ríkjum. Hvítvínin eru engu að síður stórbrotin og elegant og Pinot Noir svæðisins ótrúlega fínleg vín.

Í fyrstu sendingu bjóðum við upp á 6 vín frá Montanet fjölskyldunni:

Bourgogne Blanc 2023

Þetta Bourgogne Blanc kemur frá 25 ára gömlum vínviði í kalksteinshlíðunum í norðurhluta Mâconnais og inniheldur örlítið (2%) af sjaldgæfu Chardonnay Musqué. Vínið er skarpt, ferskt og með fallegan hreinan karakter. Tónar af grænum eplum, fíngerðum angan af stikilsberjum, ásamt  sítrónu og beiskju einkenna þetta fínlega Bourgogne Blanc.

Verð 3990 kr.

Bourgogne Melon 2023

Ferskt hvítvín gert úr Melon de Bourgogne þrúgunni sem er ansi sjaldgæf en hún er fjarskyld frænka Pinot Blanc. Þetta er létt hvítvín með angan af sítrónu, hunangi og vatnsmelónu. Kalksteinsjarðvegurinn gefur víninu steinefnaríkt boddí og ferska sýrusting. Frábært eitt og sér en er stórkostlegt með léttum sjávarréttum. Þetta er einnig eitt fyrsta vínið sem kom Valentin á kortið en það hefur verið á vínlista veitingastaðarins Noma um árabil. 

Verð 3990 kr

Bourgogne Rouge 2023

Fínlegt inngangs Pinot Noir sem stendur jafnfætis öðrum inngangs vínum svæðisins. Ómótstæðilega drykkjarvænt, eins og ungt þorpsvín með ríkulegum dökkum ávexti og safaríkri áferð.

Verð 4390 kr

Juliénas 2023 épuisé

Gamay af mjög gömlum vínviði (70 til 90 ára), sem er ræktaður í Juliénas og nágrannaþorpinu Jullié í Beaujolais. Berin tilheyra einu af tíu Cru Beaujolais svæðunum, sem framleiða bestu vínin úr Gamay-þrúgunni. Þetta er ríkt Beaujolais með talsverðri dýpt, frábært matarvín en einnig gott eitt og sér. Enginn árgangur af þessu víni hefur farið undir 4.0 á Vivino.

Verð 4390 kr

Chablis 2023

"Hefbundið" Chablis eins og það gerist best. Steinefnaríkt, þurrt og með góðri sýrni. Græn epli og sítrus ávextir ráða ferðinni eins og í öðrum Chablis vínum. Margslungið og fallegt vín.

Verð 4990 kr

La Cadette Bourgogne Rouge Cuvée Champs Cadet AB 2023

100% Búrgundar Pinot Noir, unnið úr 30 ára lífrænt vottuðum vínviði. Þrúgurnar koma úr kalksteinshlíð með grýttum jarðvegi í Asquins í Yonne-héraði. Uppskeran er handtínd og vandlega valin á vínekrunni. Víngerð fer fram með heilu klösum, þar sem gerjun er milduð með nokkrum "pigeage" (Aðferð þar sem hrat berjanna sem flýtur ofan á safanum er hrærður reglulega saman við safann til að auka upptöku safans á lit, tannínum og bragði). Þroskun á sér stað í 10 mánuði á eikartunnum, og við átöppun er hvorki hreinsað né síað. Þetta er ungt lifandi Pinot Noir í sinni allra bestu mynd.

Verð 4990 kr.

 

Allar pantanir og fyrirspurnir fara á pinot@pinot.is eða haukur@pinot.is. Einnig ef erfitt er að velja að þá bjóðum við upp á þennan 6 flösku pakka. 

 

 

 

 

Back to blog