Domaine De La Cadette lent á lager
Share
Fyrr í vor tókum við inn vín í fyrsta skipti frá Domaine De La Cadette en fyrir þá sem ekki vita að þá er vínbóndinn Valentin Montanet með litla víngerð í Saint-Père og nærliggjandi svæðum sem kenna sig við þorðið Vézelay. Vézelay AOC er yngsta Appellation d'Origine Contrôlée (AOC) í Bourgogne (Búrgúnd). Hún fékk fulla AOC-viðurkenningu árið 2017, eftir að hafa áður verið Vin Délimité de Qualité Supérieure (VDQS) og síðan Bourgogne Vézelay frá 1997.
Foreldrar hans byrjaðu lífræna víngerð á svæðinu skömmu fyrir síðustu aldamót og hefur Valentin tekið við víngerðinni í dag. Vínrækt í Vézelay á sér áhugaverða sögu, en hún varð nánast útdauð eftir vínlúsafaraldurinn á 19. öld.
Á síðustu áratugum hefur hún hins vegar risið upp á ný með metnaðarfullum víngerðarmönnum sem leggja áherslu á náttúrulegar aðferðir og sjálfbærni eins og Valentin Montanet. Landfræðilega er Vézelay nær Loire-dalnum en helstu vínsvæðum Bourgogne, sem gefur því aðeins öðruvísi karakter. Jarðvegurinn er að mestu kalksteinn, svipað og í Chablis, sem gefur vínunum steinefnakenndan og hressandi karakter. Á svæðinu ríkir svalt meginlandsloftslag sem gefur vínunum ferskleika og góða sýru.
Vínin frá Montanet fjölskyldunni eru ákaflega eftirsótt og tróna meðal annars á “recommended” lista Isabelle Legneron (RAW WINE) yfir vín frá Búrgúnd.
Við bjóðum upp á vinsælustu vín síðustu sendingar og nokkur ný einnig. Ber þá hæst að nefna La Cadette Bourgogne Rouge Cuvée Champs Cadet 2023 sem seldist hratt upp síðast og eftirsótt ný vín eins og La Cadette Vézelay Cuvée La Châtelaine 2023.
Okkur áskotnaðist einnig takmarkað magn af samvinnuverkefni Montanet fjölskyldunnar með Tom Thoden en árið 2000 stofnaði Catherine Montanet þessa víngerð með Tom Thoden til þess leggja áherslu á gæði vína sem væru framleitt í Vezelay þorpinu.
Verðlisti og meira um Domaine De La Cadete, Montanet-Thoden og Seour Cadette hér.
Pantanir í gegnum tölvupóst pinot@pinot.is
