Bjór á leiðinni og nóg til af Búrgúndar vínum
Share
Rothaus
Það gleður okkur að tilkynna að fyrstu bjórarnir sem við flytjum inn eru væntanlegir á næstu mánuðum. Við höfum náð samkomulagi við brugghúsið Rothaus í Svartaskógi um dreifingu og sölu á Rothaus Tannenzapfle Pils hér á landi.
Rothaus Tannenzapfle Pils hefur þótt á síðustu áratugum einn besti lager bjór heims og hefur verið gríðarlega vinsæll bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Rothaus er í eigu Baden-Wurtembergs sambandsríkisins og er sjálfbært brugghús.
Bjórinn hefur lengi verið mikill "cult" bjór meðal bjórunnenda og því er þetta sérstaklega ánægjulegt. Rothaus Pils verður fáanlegur í ÁTVR frá 1. október en á betri börum bæjarins mun fyrr.

Domaine De La Cadette
Sala á Domaine De La Cadette er í fullum gangi og hefur farið fjörlega af stað. Við eigum ennþá flestar tegundir á lager hjá okkur en einnig er hægt að versla vínin á allsber.is.
Meira um þessi frábæru vín hér sem og verðlisti.
Nýir samstarfsaðilar
Það gleður okkur að vínin okkar eru loksins fáanleg á norðurlandi en Kaffi Lyst á Akureyri og Húsavíkur Öl hafa bæst við flóruna af sölustöðum.