Samstarf með Santé! og Sikileysk Jólaþrenna
Share
Santé X Pinot
Það gleður okkur að tilkynna að samkomulag hefur náðst við vefverslunina Santé! um dreifingu á Rothaus Tannenzapfle Pils í gegnum vefverslun þeirra. Santé! er ein stærsta og öflugasta vefverslun landsins og hefur frá stofnun státað sig af vel völdu vöruúrvali og fyrsta flokks þjónustu. Það gleður okkur að geta fært Rothaus Tannenzapfle til enn stærri hóps um land allt.
Brakandi fersk sending beint úr skipi var að lenda og er nú hægt að panta hvert á land sem er eða sækja í vöruafgreiðslu Santé! Skeifunni 8
Sikileysk Jólaþrenna

Nú þegar styttist í jól og áramót ætlum við að bjóða upp á einstakan smakkpakka af því besta sem völ er á frá Sikiley.
Pakkinn inniheldur:
Alessandro Viola Spumante Blanc de Blanc
Áramótabomban og uppáhalds vínið okkar. Catarratto sem hefur fengið kampavínsmeðferðina "Metodo Classico". Það sem þau drekka í Trapani í stað kampavíns!
Blanda af Nerello Mascalese og Perricone. Þetta er silkimjúkt lifandi vín sem passar einstaklega vel með ostum, villibráð og smárréttum.
Einstaklega flókið og djúpt orange vín sem kallar fram allt það besta í hinni sjaldgæfu þrúgu Catarratto. Súlfúrsnautt og algjörlega náttúrulegt.
Verð 14.500 m vsk
Pantanir: haukur@pinot.is