Ný uppskera og hvít áfylling frá Alessandro Viola

Ný uppskera og hvít áfylling frá Alessandro Viola

Eftir frábærar mótttökur höfum við beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að geta fært íslendingum meira af vínunum hans Alessandro Viola. Vínin hans eru í mikilli eftirspurn í náttúruvíns heiminum og ákaflega ánægjulegt að við höfum tryggt okkar áfyllingu frá honum fyrir sumarið. 

Alessandro er mest þekktur fyrir hvítvínin sín og þá sérstaklega notkun hans á Catarratto. Víngerð hans er 500 metra yfir sjávarmáli og sleppur því þá miklu hita sem einkenna strendur Sikileyjar. Þegar hann keypti eigið land hafði hann það að leiðarljósi að leita vínekra sem var með sem elstan vínvið og gæti þar með sýnt fólki hversu frábær þrúga Catarratto er. 

Vínin hans Alessandro eru sannkölluð bóndavín. Hann er á móti stóriðju í víngerð og leggur áherslu á náttúruna og "terroir".

Vínin við fáum í þessari sendingu eru:

Note di Bianco 2024

Þrúgurnar koma frá Santa Ninfa og Pietrarenosa í 250 metra hæð. Að mati Alessandro er Grillo öflug þrúgutegund sem aðlagast auðveldlega þurrki og skilar jafnan bæði góðum gæðum og góðri uppskeru. Vínviðurinn er 15 ára gamall og þrúgurnar eru tíndar snemma í september. Þetta er vinsælasta vín víngerðarinnar: ávaxtaríkt með ljúfum beiskjutónum af peruhýði, létt og gleðilegt vín með ferskleika sem lyftist enn frekar af sítruskenndu og söltu eftirbragði. Einstaklega auðdrekkanlegt vín.

Verð 3990 kr. 

Róse 2024

Frísklegt og létt rósavín, unnið úr Nero D'avola-þrúgum frá Santa Ninfa og smá skammti af Nerello Mascalese frá Alcamo. Þrúgurnar er tíndar snemma hausts, pressaðar beint og vín unnið alfarið á ryðfríu stáli til að halda karakter. Fullkomið sem vor- og sumarvín.

Verð 3990 kr.

Carricát 2023

Carricát er blanda af  Carricante og Catarratto, tveimur þrúgutegundum sem vaxa einungis á Sikiley.. Vínið endurspeglar náttúrulega víngerðarstefnu Viola, þar sem víngerðin er með lágmarks inngripi. Carricat fer í stutt "maceration" með berjahýði (um 48 klukkustundir), sem gefur víninu fínlega áferð án þess að draga úr ferskleika og léttleika. Sikiley í glasi

Verð 3990 kr.

Spumante Pas Dose

Blanc de Blancs freyðivín Alessandro Viola er glæsilegt dæmi um hvernig hann sameinar hefðbundnar aðferðir og náttúrulega víngerðarstefnu. Vínið er gert úr 100% Catarratto-þrúgum og unnið með Methode Traditional (kölluð Metodo Classico á Ítalíu), sömu aðferð og notuð er við framleiðslu á kampavíni. Vínið gengur í gegnum aðra gerjun inni í flöskunni, sem gefur því sínar fínu loftbólur og flóknu byggingu. 

Við höfum beðið lengi eftir að nýr árgangur yrði fáanlegur af þessu frábæra víni en eftir 2 ár og endalausan snúning á flöskum er "disgorge" loksins lokið og vínið tilbúið. Takmarkað upplag af þessum magnaða víni.

Verð 5990 kr.

 

Back to blog