Ný sending frá Sikiley og "cult" pilsner á leiðinni

Ný sending frá Sikiley og "cult" pilsner á leiðinni

Þá er sending frá Aldo Viola mætt á klakann!


Aldo Viola er alvöru karakter, Sikileyingur í húð og hár. Hann fæddist seint á sjöunda áratugnum í víngerðarfjölskyldu í Alcamo, á norðvesturhorni Sikileyjar, og aðstoðaði föður sinn í víngerðinni sem bar (eins og börn víngerðarðarmann eru vön að gera), en leið hans til frægðar í náttúruvín bransanum var langt frá því að vera auðveld. 

Hann var atvinnumaður í knattspyrnu í nokkur ár. Hann eyddi miklum tíma í Danmörku, á Indlandi og í Brasilíu.

 Árið 1996 sneri hann aftur til starfa með föður sínum og lærði síðar vínfræði. Hann varð þar með fyrsti vínfræðingur Centopassi-samvinnufélagsins – stofnunar sem nýtti sér land sem gert var upptækt frá Corleonesi-mafíunni eftir handtöku hins alræmda Salvatore „Totò“ Riina snemma á tíunda áratugnum.

Bróðir Aldo, Alessandro, er sjálfur frægur vínræktandi, en þeir bræður reka aðskildar víngerðir sem báðir erfðu eftir föður sinn. 

Í dag ræktar hann sjö hektara af Catarratto, Grillo og Grecanico í þröngum hæðum nálægt heimabæ sínum Alcamo, Hann á einnig lóð 30 kílómetra utan við bæinn, nær sjónum, þar sem Perricone, Nerello Mascalese og Syrah eru ræktuð, en öll þessi vín þrífast vel í þurru og steikjandi heitu loftslagi svæðisins.

Aldo vinnur án tilbúinna efna á vínekrunum, uppsker allt í höndunum og framkvæmir nánast allt starf á vínekrunum alfarið handvirkt. 

Gulvínin hans þykja meistaraverk sem kanna ystu mörk þess hvað hvítvín á svæðinu geta boðið uppá.

Rauðvín hans eru framleidd með virðingu fyrir náttúrunni og svæðinu sem þau eru ræktuð á.

Vínin hans Aldo hafa í gegnum árin verið afar eftirsótt í náttúruvínsheiminum sökum karakters og einnig hversu erfitt það er að komast yfir þau. Við erum afskaplega ánægð að geta núna boðið upp á vín frá báðum bræðrunum, Aldo og Alessandro.

Meira um Aldo Viola og vöruúrval.

fyrir pantanir og kynningar: pinot@pinot.is

 

Við erum einnig spennt að hafa náð samningum við Birrificio Italiano í Como sem brugga hinn margrómaða Tipopils. Frá því Agostini Arioli stofnaði brugghúsið 1996 að þá hefur það verið í allra fremstu röð í heiminum hvað varðar lager bjóra og er pilsnerinn þeirra Tipopils í fremsta flokki meðal jafningja. Sumir vilja halda því fram að Agostini hafi fundið upp bjórstílinn "Italo Pils" með Tipopils. Agostini hefur bruggað bjór með fremstu brugghúsum veraldar og munum við kynna bjórana hans á bjórhátíð Ölverk og einnig Skúla Craft Bar á næstu vikum. 

Nánar um það þegar nær dregur. 

Back to blog