Bockissimo í Tónabíói!

Bockissimo í Tónabíói!

Fimmtudaginn 15. janúar kl 16:30 verður frábær event á RVK Bruggfélag Tónabíó þar sem "sambrugg" Birrificio Italiano, RVK Bruggfélag og Pinot verður kynnt.
Í nóvember kom Agostino Arioli eigandi og yfirbruggari Birrificio Italiano hingað til lands og kynntist bjórmenningu landsins. Úr varð frábært samstarfsverkefni við RVK Brewing sem er nú loksins tilbúið og verður fagnað með þessum skemmtilega viðburði. Einnig verða á krana hinn margrómaði Tipopils og einnig viðhafnarútgáfa af honum sem nefnist Wet Hop Tipopils, en í hann fer fersk uppskera af Hallertau humlum.
Birrificio Italiano var stofnað árið 1996 og telst meðal frumkvöðla ítalskrar sjálfstæðrar bruggsenu. Brugghúsið hefur frá upphafi bruggað ósíaðan, ógerilsneyddan og aukefnalausan bjór og hefur öðlast alþjóðlega viðurkenningu fyrir nákvæma, stílhreina og yfirvegaða nálgun á klassíska evrópska bjórstíla. Áhrif þeirra hafa náð langt út fyrir landamæri Ítalíu og hafa þeir verið fyrirmynd margra brugghúsa á síðustu áratugum.
RVK Bruggfélag er í dag leiðandi sjálfstætt brugghús á Íslandi og hefur markvisst byggt upp sterka stöðu með áherslu á sköpunargleði, gæði, fagmennsku og stöðuga þróun.
Bockissimo Double Bock er djúpur og maltmikill bjór þar sem þýsk bock-hefð mætir ítölsku jafnvægi og íslensku vatni. Bjórinn var bruggaður með virðingu fyrir hráefnum, tíma og ferli og er afrakstur náins samstarfs milli teyma beggja brugghúsa. Fyrir þá sem ekki komast er hægt að nálgast bjórinn í ÁTVR sem þorrabjór.
Back to blog