Alessandro Viola

Alessandro Viola

Nú styttist í sölu á vínum frá Alessandro Viola.

Alessandro Viola er með litla víngerð vestur af Palermo og gildir sú hugsjón að leyfa víninu að lifa með náttúrunni. Víngerðin er algjörlega laus við skordýraeitur og efnablandaðan áburð. 


Vínin hans eru lifandi og bera þess keim. Víngerð hans eru meðal elstu náttúrúrvíngerða á svæðinu í kringum Trapani. Rekstur var erfiður fyrst um sinn enda náttúruvín ekki komin á það flug sem þau eru á núna. Víngerð á Sikiley var ennþá bara fyrir stóru vínhúsin á eyjunni. Vegna þess hversu mikil stóriðja var í víngerð á Sikiley að þá var sífellt skipt um vínvið. Þegar stóriðju vín minnkuðu í eftirspurn var vínviður einfaldlega fjarlægður. 

Alessandro er mest þekktur fyrir hvítvínin sín og þá sérstaklega notkun hans á Catarratto. Víngerð hans er 500 metra yfir sjávarmáli og sleppur því þá miklu hita sem einkenna strendur Sikileyjar. Þegar hann keypti eigið land hafði hann það að leiðarljósi að leita vínekra sem var með sem elstan vínvið og gæti þar með sýnt fólki hversu frábær þrúga Catarratto er. 

Alessandro sækir mikil áhrif til Jura í Frakklandi og leggur áherslu á að víngerð hans ber þess keim. Eikuð vín skuli ekki bera þess keim að hafa legið lengi í eik og fersk sýra skal einkenna vínin. Vínin skulu því vera öflug en einnig fínleg og talsvert létt að drekka. Samkvæmt Alessandro er það erfiðasta við víngerð, að hafa íburðarmikil vín sem eru í senn mjög fínleg og einungis mögulegt að rækta þannig vín á fáeinum stöðum í Evrópu. Til að mynda í Jura í Frakklandi og á hálendi Sikileyjar. 

Vínin hans Alessandro eru sannkölluð bóndavín. Hann er á móti stóriðju í víngerð og tekur sem dæmi hvítvín sem eru eins tær eins og vatn. Sannkölluð hvítvín eiga ekki að vera svona tær. Með fjöldaframleiðslu og þessum mikla tærleika tapast bragð, lykt og karakter. Vegna þess var hin Sikileyska Catarratto þrúga ekki í hávegum höfð. Var sögð bragðlítil og lyktarlaus. En þegar hún er notuð í náttúrulegri víngerð hefur það þveröfug áhrif. Catarratto hvítvín verða mjög bragðmikil og margslunginn að sögn Alessandro. 

Alessandro Viola og fleiri náttúruvíngerðir á Sikiley hafa rutt veginn fyrir ungu víngerðarfólki og í dag eru 90% af öllum nýjum víngerðum á Sikiley náttúrulegar.

Öll vínin hans Alessandro eru vottuð lífræn (Suolo e Salute) og við erum ákaflega stolt af því að flytja inn vínin hans sem hafa verið í mikilli eftirspurn í náttúruvíns heiminum.

Vínin verða tilbúin til sölu fyrstu vikuna í desember.

 

Back to blog